Bréfin sem Reykjavíkurborg sendi frá sér í aðdraganda borgarstjórnarkosninga birt

Reykjavíkurborg hefur birt bréf sem varð tilefni máls hjá Persónuvernd en eins og kunnugt er komst persónuvernd að þeirri niðurstöðu að bréfasendingarnar hafi brotið í bága við Persónuverndarlög. Í tilkynningu frá borginni segir meðal annars ” Borgin og þeir aðilar sem ákvörðunin fjallar um eru nú að kynna sér niðurstöðuna sem er ítarleg. Mannréttindastjóri borgarinnar í samvinnu við persónuverndarfulltrúa og borgarlögmann eru að vinna minnisblað og nánari greiningu á ákvörðuninni. Jafnframt þarf að fara yfir málið með Háskóla Íslands, samstarfsaðila borgarinnar í málinu, þar sem ákvörðun Persónuverndar snýr einnig að honum. Í þeirri yfirferð þarf að skoða sérstaklega hvort og þá hvernig framkvæmd borgarinnar var frábrugðin framkvæmd sambærilegra verkefna á Norðurlöndunum, sem var fyrirmyndin að verkefni Reykjavíkurborgar.“. Sjá má bréfin hér að neðan:

Bréf til erlendra ríkisborgara Bréf til kvenna Bréf til ungra kjósenda

Athugasemdir

athugasemdir

Deila