Breytingar á reglugerð um viðurkenningu faglegrar menntunar til starfa hér á landi í samráðsgátt

Fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um viðurkenningu faglegrar menntunar til starfa hér á landi hafa verið settar í samráðsgátt stjórnvalda.

Málið er á forræði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra en þar er lagt til að innleidd verði tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins þess efnis að rýnt verði í hvort þörf sé á fyrir lögverndun starfs áður en ákvörðun um slíkt er tekin og tekur til atriða sem til skoðunar koma í þeirri rýni.

Tilskipun snýr að svokallaðri meðalhófsprófun áður en samþykkt sé ný lögverndun starfsgreina var tilskipunin tekin inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar þann 24. september 2021. Tilskipunin hefur nána skírskotun til tilskipunar Evrópusambandsins um viðurkenningu faglegrar menntunar og hæfis.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti hefur falið ENIC-NARIC skrifstofunni á Íslandi að vera upplýsingamiðstöð vegna viðurkenningar faglegrar menntunar í stað Menntamálastofnunar, sem sinnt hefur því hlutverki frá 2015.

Jafnframt er lagt til að niður sérstakt fagráð skipað fulltrúum fagráðuneyta og samtaka á vinnumarkaði sem er stjórnvöldum til ráðgjafar í málefnum er varða viðurkenningu faglegrar menntunar. Er það mat ráðuneytisins að ekki virðist vera augljós þörf fyrir fagráð af því tagi.

Að auki er innleidd breyting á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar um námspróf fyrir skíðakennara sem gerð var með framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar.

Sjá nánar um málið með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila