Brött afléttingaáætlun stjórnvalda til komin vegna komandi kosninga

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar

Brött afléttingaáætlun stjórnvalda sem kynnt var í dag ber keim af þvi að það nú nálgist kosningar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Loga Más Einarssonar formanns Samylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Logi segist undrandi á hversu bratt sé farið í afléttingarnar, sem sé andstætt því sem sóttvarnalæknir hafi viljað og sé dæmi um hvernig faraldurinn hafi verið stjórnmálavæddur.

þetta ber keim af því að nú nálgast kosningar„, segir Logi.

Að undanförnu hafa komið upp gagnrýnisraddir um ágæti þeirra bóluefna sem verið sé að nota og hefur nokkur fjöldi fólks lýst því yfir að það ætli ekki að láta bólusetja sig og eru þær ákvarðanir aðallega byggðar á því að ekki sé ljóst hver áhrifin af bólusetningu með bóluefnunum séu á fólk.

Logi segir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að fólk vilji ekki þiggja bólusetningu og bendir á að mikill meirihluti láti bólusetja sig, sem muni verða til þess að hjarðónæmi myndist og það gangi af veirunni dauðri að lokum

það er því óþarfi að búa til hér ágreining við hópa sem ekki vilja bólusetningu„segir Logi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila