Búist við valdaskiptum í Hvíta húsinu fljótlega, þar sem Biden hefur gegnt hlutverki sínu – hneykslismál sonarins forsetafjölskyldunni til trafala

Bjarni Hauksson þjóðfélagsrýnir var gestur Hauks Haukssonar í þættinum Síðdegismál í dag. Voru valdaþættir – bæði sýnilegir og faldir til umræðu í atburðum og átökum að utndaförnu ekki síst í Afganistan.

Haukur Hauksson fréttamaður Útvarps Sögu ræddi við Bjarna Hauksson þjóðfélagsrýni í þættinum Síðdegismálin í dag og var rætt um ástandið í Afganistan, Bandaríkjunum og almennt í heimsmálunum og rýnt á bak við tjöldin til að greina strauma og stefnur aðila sem takast á um völd og yfirráð bæði heima fyrir og í einstökum heimshlutum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti búinn að gegna hlutverki sínu – Kamela Harris líklegur eftirmaður Bidens í Hvíta húsinu

Bjarni Hauksson skýrði, að ástandið í Afganistan með klúðursverki Joe Biden Bandaríkjaforseta snérist engan veginn um persónu forsetans heldur væri brottför Bandaríkjahers samkvæmt löngu gerðri áætlun. Joe Biden hefði nýst í hlutverkinu að koma Donald Trump frá forsetastóli, þar sem vissum hluta elítunnar stóð ógn af Donald Trump og lagði allt í sölurnar til að koma í veg fyrir að Trump næði endurkjöri. Á þeim tíma þögguðu fjölmiðlar niður hneykslismál sonar Joe Biden, Hunter Biden, en hann er flæktur í fíkniefni og veikgeðja einstaklingur, sem dregur neikvæða athygli að fjölskyldunni. Hefur slík athygli sótt á að undanförnu, því Hunter Biden hefur bæði lekið upplýsingum og gortað af því að selja aðgang að föður sínum.

Affjármagna lögregluna kemur ekki frá BLM heldur CIA og þeim ríkustu

Markmið elítunnar er að láta Kamilu Harris taka við forsetaembætti og tryggja völd og leynisambönd CIA og risafyrirtækja, sem hyggja á algjörlega tvískipt þjóðfélag, þar sem ofbeldi verður boðið út til hæstbjóðenda fyrir þá efnuðu og lögregluvald ríkisins meðvitað brotið á bak aftur. Sagði Bjarni, að sú stefna sem kennd er við „Defend the Police“ eða affjármögnum lögreglunnar komi alls ekki frá Black Lives matter eða öðrum vinstri hreyfingum eins og látið er, heldur sé stefnan sett meðvitað fram af elítunni, sem vill ná tökum á öllu samfélaginu fyrir eigin hagsmuni. Minntust þeir Bjarni og Haukur í því sambandi á fjárfestingarfélagið Incutel sem vinnur m.a. með CIA og einnig leiguliðafyrirtækið Blackwater Academy, sem selt hefur þjónustu sína í mörg ár bæði til alríkisstjórnarinnar og CIA. Segir Bjarni það vera markmiðið að breyta opinberum her og lögreglu í nokkurs konar áhrifalausa félagsmálaþjónustu og að einkaher og einkalögregla þeirra ríkustu komi í staðinn. Verði ofbeldi keypt og selt af einkaaðilum, sem veki þá óþægilegu spurningu, hvort veitt verði einkaleyfi á ofbeldi í framtíðinni.

Afganski herinn bara til á pappírnum og Talíbanar komnir með fleiri þyrlur en breski herinn!

Þeim Hauki og Bjarna varð tíðrætt um ástandið í Afganistan m.a. hina skyndilegu yfirtöku Talíbana á öllu landinu. Sýndi það sig, að stjórnarherinn veitti enga mótstöðu og segir Bjarni það vera, vegna þess að margir stjórnarhermenn séu glæpamenn og margir háðir eiturlyfjaneyslu og hermenn hirði bara sporsluna. Svo um leið og Bandaríkin – Stóra vofan, hætti að greiða laun hermannanna, þá hafi þeir hætt að vera hermenn. Var það samdóma álit Bjarna og Hauks að alvöru Talíbanar séu á móti ópíumframleiðslu en margir glæpahópar lifi aftur á móti á framleiðslunni og eiga feita kaupendur m.a. CIA sem notar efnið til að brjóta niður heilu samfélögin.

Pútín í erfiðri stöðu

Staða Pútín er talin mjög erfið og sérstök en Pútín beitir almennri skynsemi og klókindum sem sést ekki hjá öðrum. Taldi Bjarni að Pútín væri eiginlega eini stjórnmálamaðurinn, sem styddist við almenna skynsemi í störfum sínum. Hann væri í mjög erfiðari stöðu, klemmdur á milli nýrra valdhafa í Afganistan og svo Kína, sem sæktist eftir góðmálmum í Afganistan.

Hlýða má á þáttinn með því að smella á spilarann hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila