Dagbók lögreglu: Fjölmörg slys vegna hlaupahjóla í nótt

Hefðbundin verkefni á helgarvakt lögreglu voru ekki mjög mörg sé miðað við venjulega helgi, þó þurfti hafði lögregla að hafa afskipti af nokkrum ölvuðum einstaklingum sem annað hvort voru ýmist til vandræða, óku um ölvaðir eða voru ósjálfbjarga vegna ölvunar. Þá voru nokkur tilvik þar sem þörf var á aðstoð lögreglu vegna umferðaróhappa og slagsmála.

Það sem stóð hins vegar upp úr var hversu mörg slys tengd rafskútum komu á borð lögreglu en málin voru hvorki meira né minna en sjö talsins og er það einhver mesti fjöldi slíkra slysa á einni vakt. Einnig komu upp nokkur mál þar sem ökumenn bifreiða sem stöðvaðar voru reyndust undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila