Dagbók lögreglu: Ók undir áhrifum vímuefna á stolnum bíl

Talsvert var um að vera á vaktinni hjá lögreglu og voru verkefnin mjög fjölbreytt. Meðal annars þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni sem ók undir áhrifum vímuefna og til þess að bíta höfuðið af skömminni var einstaklingurinn á stolinni bifreið.

Hér er yfirlit yfir helstu verkefni lögreglu í gærkvöld og nótt:

Lögreglustöð 1. Miðborgin og Vesturbær

Tilkynnt um líkamsárás við verslun í miðbænum

Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni sýnatöku.

Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur, laus að lokinni sýnatöku.

10 ökumenn sektaðir vegna óheimilar notkunar nagladekkja.

Lögreglustöð 2. Árbær – Grafarvogur

Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, þjófnað á skráningarmerkjum og skjalafals.

Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur, laus að lokinni sýnatöku.

Einstaklingur handtekinn við veitingahús vegna líkamsárásar. Þá neitaði hann að gefa upp hver hann væri. Vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Lögreglustöð 3. Breiðholt og Kópavogur

Einstaklingur handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við nánari skoðun reyndist bifreiðin stolin. Ökumaður og tveir farþegar vistaðir í fangageymslu vegna málsins.

Tilkynnt um einstakling í Kópavogi að reyna að komast inn í bifreiðar, fannst ekki.

Lögreglustöð 4. Hafnarfjörður

Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur, laus að lokinni sýnatöku.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila