Dagbók lögreglu: Ölvun, slagsmál, ólæti og grunsamlegar mannaferðir

Það var nóg að gera á vaktinni hjá lögreglu í nótt og sem fyrr tengdust flest útköllin því að övurölvi einstaklingar kunnu ekki fótum sínum forráð.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

Tilkynnt um aðila vera að veitast að öðrum aðila með hníf í hverfi 105. Meintur gerandi handtekinn og er hann grunaður um hótanir og vopnalög. Meintur gerandi vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 101.

Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 101. Einn aðili var fluttur á bráðarmóttöku landsspítalans. Meintur gerandi reyndist vera starfsmaður á skemmtistað í miðbæ Reykjarvíkur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Höfð voru afskipti af aðila sem var að aka bifreið án skráningarmerkja. Aðilinn á von á sekt vegna málsins.

Ökumaður bifreiðar handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaður bifreiðarinnar laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 201. Minniháttar slys á fólki.

Tilkynnt um eld í rafmagnshlaupahjóli sem var í bifreiðarkjallara í hverfi 109. Eldur minniháttar og viðráðanlegur.

Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 111.

Höfð voru afskipti af ökumanni sem ók á 117/km/klst þar sem hámarkshraði vegar er 80 km/klst. Ökumaður á yfir höfði sér sekt.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Ökumaður bifreiðar handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.

Tilkynnt um samkvæmishávaða í hverfi 110.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila