Dagbók lögreglu: Seldu fíkniefni fyrir framan nefið á lögreglunni

Það var nokkuð annasöm kvöld og næturvakt hjá lögreglunni í nótt en alls gistu sex fangaklefa í nótt. en 69 mál voru bókuð í kerfi lögreglu.

Lögreglustöð 1: Miðborgin og Vesturbær

  • Lögreglumenn voru við almennt eftirlit þegar þeir sáu ætlaða fíkniefnasölu eiga sér stað fyrir framan nefið á þeim. Meintur fíkniefnasali handtekinn og fundust við leit töluvert magn af fíkniefnum og peningum. Aðilinn vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.
  • Lögregla kölluð að slysadeild vegna aðila sem var þar í miklu ölvunarástandi og lét öllum illum látum. Þegar lögreglu bar að reyndi aðilinn að ráðast að öryggisverði og lögreglu. Fór svo að aðilinn var vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.
  • Ungmenni handsamað í miðbænum eftir að reynt að ljúga til nafns og þar eftir reynt að hlaupa frá lögreglu með slæmum árangri. Reyndist vera með tvo hnífa á sér. Málið leyst með aðkomu barnaverndaryfirvalda
  • Ungmenni handsamað í miðbænum eftir að hafa neitað að segja til nafns að kröfu lögreglu. Reyndist einnig varsla ætluð fíkniefni. Málið leyst með aðkomu barnaverndaryfirvalda.

Lögreglustöð 2: Breiðholt og Kópavogur

  • Þónokkrar tilkynningar um aðila í slæmum ástandi sökum ölvunar. Málin öll leyst á vettvangi og nokkrum ekið til síns heima.
  • Einn handtekinn eftir ölvunarakstur, árekstur og afstungu. Vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
  • Einn ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fluttur á lögreglustöð í venjubundið ferli.

Lögreglustöð 3: Hafnarfjörður

  • Nóttin með rólegra móti á varðsvæðinu og öflugu eftirliti sinnt ásamt því sem brugðist var við ýmiskonar aðstoðarbeiðnum.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila