Dagbók lögreglu: Stakk hníf í gegnum rúðu, innbrota og þjófnaðarfaraldur heldur áfram

Í dagbók lögreglu á dagvaktinni varu þó nokkur mál færð til bókar en langflest sneru þau að þjófnuðum og innbrotum.

Þó var eitt mál sem stóð sértaklega uppúr en þar var um að ræða aðila inni á veitingastað sem reyndi að efna til slagsmála. Að lokum var dreginn upp hnífur og stakk hnífamaðurinn rúðu á veitingastaðnum sem brotnaði við stunguna. Ekki kemur fram hvort einhver hafi slasast en hnífamaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Ekki náðist í varðstjóra við vinnslu þessarar fréttar.

Tilkynnt var um þrjú innbrot á dagvakt lögreglu. Eitt þeirra var inn á matsölustað, annað í matvöruverslun og það þriðja í vinnuskúr.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um þjófnað í matvöruverslun í miðborginni og önnur tilkynning barst um þjófnað á verkfærum í miðborginni. Ekki kemur fram hvort einhver hafi verið handtekinn vegna innbrotanna eða þjófnaðarmálanna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila