Diljá Mist: Að takmarka tjáningu er hvatning til ofbeldis

Það er mjög mikilvægt að fólk geti tjáð skoðanir sínar hverjar svo sem þær kunna að vera því það að geta tjáð skoðanir sínar er grundvöllur lýðræðisins. Það er þó í lagi að takmarka með lögum tjáningu sem felur í sér hvatningu til ofbeldis. Þetta segir Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hún var gestur í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Diljá segir að það sé ákveðinn hópur í samfélaginu sem hafi ákveðið óþol fyrir því að fólk tjái sína skoðun á ákveðnum málum til dæmis útlendingamálunum. Þessi hópur sem er oftar en ekki fylgjandi opnum landamærum eða jafnvel engum landamærum ráðist harkalega að þeim sem tjá sig og gagnrýna mikinn innflutning útlendinga. Segja megi að þessi hópur sé með þessu að ráðast að lýðræðinu því sem fyrr segir er tjáning skoðana grundvöllur lýðræðisins.

Ráðist að stjórnmálamönnum

Dilja bendir á að Ásmundur Friðriksson hafi til dæmis fengið að kenna á því og fengið á sig mjög óvægnar árásir fyrir að segja sína skoðun á málaflokknum og segir Diljá að hún sjálf hafi ekki farið varhluta af því að ráðist sé á hana fyrir að tjá sína skoðun á málunum.

Flestir flokkar vilja taka alvarlega á þessu máli

Hún segir að sem betur fer séu alltaf að bætast fleiri í þann hóp sem vilji ekki gera sömu mistök og önnur Norðurlönd eins og t,d Svíþjóð hafi gert í þessum málum og fólk sé að átta sig á að það að hafa litla stjórn á innflutningi fólks getur leitt af sér mikil vandamál. Staðan sé sú núna að þingmenn úr öllum flokknum nema einum séu farnir að ræða þessi mál á þann veg að taka þurfi á í þessum málaflokki ef ekki eigi illa að fara enda séu innviðir hérlendis löngu sprungnir.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila