Diljá Mist: Segir Ísland ekki hafa sent nægilegan stuðning til Úkraínu

Ísland er ekki að sökkva sér of djúpt í hernaðinn í Úkraínu með því að fjármagna vopnakaup þar í landi og Ísland hefur enn ekki sent nægilegan stuðning til Úkraínu hingað til. Þetta segir Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utaríkismálanefnd Alþingis en hún var gestur í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Diljá segir að það sé hennar mat að rétt sé að setja fjármuni í sjóðinn sem ætlaður er til vopnakaupa fyrir Úkraínu. Aðspurð um hvort að með þessum stuðningi til vopnakaupa séu ekki að verða alvarleg vatnaskil í utanríkisstefnu Íslands segir Diljá svo ekki vera og segir að Ísland hafi áður í tengslum við stríðið í Úkraínu lagt fé til vopnakaupa og þetta sé í raun ekki í fyrsta sinn sem það er gert.

Stríð í fyrsta sinn frá seinni heimstyrjöld

Vatnaskilin séu þau að mati Diljár einhliða og ólögmæt innrás Rússa inn í Úkraínu. Síðan í seinni heimsstyrjöld erum við að horfa upp á stríð í fyrsta sinn í okkar heimshluta og það eru vatnaskilin segir Diljá.

Rússar að brjóta gegn alþjóðakerfi

Hún segir að blessunarlega hafi Ísland ekki þurft að taka þátt áður í styrjöld með slíkum hætti en það sé nauðsynlegt nú þar sem Rússar séu að brjóta gagnvart því alþjóðakerfi sem tilvera landa eins og Íslands byggi á.

Þarf að mæta Pútín með vopnavaldi

Með því að hafa ráðist inn í frjálst og fullvalda ríki hafi Rússar ráðist í raun gagnvart þessu alþjóðakerfi og við því beri að bregðast. Hún segir að fullreynt hafi verið að fara mjúku leiðina að Rússum til þess að hafa þá góða en þegar þeir hafi ráðist inn í Úkraínu hafi steininn tekið úr og að mæta þurfi Pútín á þeim forsendum sem hann skilji, sem sé að mæta honum með vopnavaldi.

Hlusta má á ítarlegri umræður um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila