Dómstóll í Svíþjóð varð að aflýsa réttarhöldum vegna árása á dómshúsið

Aflýsa varð réttarhöldum hjá héraðsdómi Södertörn vegna árása glæpalýðs á húsið.

Aflýsa varð réttarhöldum í morðmáli glæpahóps við héraðsdóm í Södertörn s.l. föstudag, vegna árása á dómshúsið og yfirlýsingar lögreglunnar um að hún gæti ekki haldið uppi lögum og reglu. Frá þessur greina yfirvöld dómsmála á heimasíðu sinni. Við réttarhöldin þyrptist fólk inn í réttarsalinn, þrátt fyrir að slíkt var bannað og þegar reynt var að rýma réttarsalinn, þá fór fólk utandyra og byrjaði að kasta steinum á húsið.

Réttað var yfir fimm mönnum og eru fjórir þeirra grunaðir um að hafa undirbúið morð í fyrrasumar og ætlað að skjóta og drepa fólk í barnaafmæli í Sätra í Stokkhólmi. Vegna öryggisráðstafana fékk enginn áheyrandi að vera með í sjálfum réttarsalnum heldur var fólki boðið að vera í sérstökum hliðarsal. Þrátt fyrir þetta fyrirkomulag reyndu um 80 manns að þröngva sér ínn í réttarsalinn við upphaf réttarhaldanna.

Eftir að fóliknu hafði verið vísað út safnaðist það saman fyrir utan bygginguna og hófu margir steinkast á húsið. Að höfðu samráði við lögreglu staðarins ákvað dómarinn Fredrik Nydén að hætta við réttarhöldin, þar sem lögreglan gat ekki haldið uppi öryggisvörslu við húsið.

„Það er gríðarlega allvarlegt ef það þarf að rjúfa réttarhöld vegna þess að ekki er hægt að tryggja öryggið“ segir lögfræðingurinn Eva-Lena Norgren hjá Héraðsdóminum í Södertorn. Allir mennirnir sem grunaðir eru um að hafa ætlað að myrða fólk í barnaveislunni í fyrra eru innflytjendur að sögn Fria Tider.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila