Dótturfélag Landsnets hannar úrelt markaðskerfi – Vindmyllur myndu hækka raforkuverð hér á landi

Í tilefni af þeirri umræðu sem verið hefur undanfarna daga um orkumál endurbirtum við hér frétt sem fyrst var birt hér á vefnum 28.september 2022.

Dótturfélag Landsnets vinnur nú að hönnun markaðskerfis sem er uppboðskerfi með raforku, gallinn er hins vegar sá að kerfið eins og það er hugsað er úrelt og hefur verið dæmt úr leik af Ursulu Von Der Leyen forseta Evrópusambandsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Bjarni bendir á að Norðmenn séu með eins kerfi og séu mjög óánægðir með það og yrði það tekið upp hér á landi myndi það hafa alvarlegar afleiðingar.

„þannig það stendur til að innleiða hér úrelt kerfi, samkvæmt forskrift ESB virkar svona uppboðskerfi þannig að það er jaðarkostnaðarverðir sem er ráðandi fyrir verðlagningu raforkunnar á hverjum degi sem gerir það að verkum að verð næstu kílówattstundar sem þarf að kaupa eru ráðandi fyrir öll viðskiptin, það er að segja að þá gildir hæsta verðið“

Hann segir að þetta sé ástæðan fyrir því að mikil óánægja sé með kerfið í Evrópu.

„kjarnorkuverin, vindorkuverin og sólarorkuverin eru því rekin með alveg gríðarlegum hagnaði núna vegna þess að þau fá orkuverð sem er miðað við gasverðið“ segir Bjarni.

Hann segir að vegna þessa hafi hagnaður orkuvera í Þýskalandi einu á þessu ári numið 100 millörðum Evra.

Hann segir að á Íslandi gætu áhrifin orðið gífurleg.

„ef að hér yrðu til dæmis reist vindorkuver þá mun allt raforkuverð draga dám að því verði sem vindorkuverin bjóða og það er hæsta verðið á markaðnum, bara þetta mun valda um 50 prósenta hækkun á heildsöluverði raforku á Íslandi og síðan er annar áhrifameiri þáttur í þessu hér á Íslandi og það er orkuskorturinn og það er í raun orkuskortur á Íslandi.

Aðspurður um hvernig standi á því að orkuskortur sé á Íslandi segir Bjarni.

„það stendur þannig á því að stjórnkerfi raforkunnar á Íslandi hefur algerlega brugðist, ég segi það vegna þess að því hefur mistekist að fá fram nýjar virkjanir til þess að standa undir þörfinni og það er komið í ljós núna að það mun engin virkjun koma af þokkalegri stærð fyrr en eftir fimm ár og á meðan eykst notkunin stöðugt „segir Bjarni

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila