Ekkert ferðaveður á vestur og norðvesturlandi fram á mánudag

Búist er við afar slæmum veðurskilyrðum á vestur og norðvesturlandi eða allt frá sunnanverðum Faxaflóa að Siglufirði, í nótt, morgun og fram á mánudag og verður ekkert ferðaveður á þessum slóðum.

Gert er ráð fyrir að færð spillist og vegir gætu lokast strax í nótt. Gul veðurviðvörun er fyrir báða þessa landshluta.

Veðurspá

Vaxandi norðaustanátt, 15-23 m/s á Norðvestur- og Vesturlandi á morgun, annars mun hægari vindur. Snjókoma eða slydda og hiti nálægt frostmarki, en rigning eða slydda sunnanlands og á Austfjörðum með hita 1 til 7 stig.

Faxaflói

17 mar. kl. 04:00 – 18 mar. kl. 10:00 Gul viðvörun

Norðaustan 15-23 m/s og snjókomu á Snæfellsnesi. Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Breiðafjörður

17 mar. kl. 04:00 – 19 mar. kl. 00:00 Gul viðvörun

Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenning með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Vestfirðir

17 mar. kl. 04:00 – 18 mar. kl. 00:00 Gul viðvörun

Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenning með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir í flugsamgöngum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

18 mar. kl. 00:00 – 19 mar. kl. 00:00 Gul viðvörun

Norðaustan 18-25 m/s og snjókoma Búast má við skafrenning með takmörkuðu eða lélegu skyggni og samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir í flugsamgöngum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Strandir og Norðurland vestra

17 mar. kl. 12:00 – 18 mar. kl. 12:00 Gul viðvörun

Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenning með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir í flugsamgöngum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila