Ekki hægt að ofmeta þau gríðarlegu hagsmunamál sem eru framundan

sigmundurjolamyndSigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að ekki sé hægt að ofmeta hversu gríðarleg hagsmunamál séu framundan í þjóðfélaginu. Sigmundur sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir fjármálakerfi þjóðarinnar gott dæmi um þá hagsmuni sem eru í húfi “ það gekk auðvitað mikið á á síðasta kjörtímabili og þar stendur kannski upp úr að eftir að föllnu bankarnir höfðu verið afhentir kröfuhöfum sem voru að lang mestu leyti vogunarsjóðir sem hingað voru komnir til þess að græða á óförum íslendinga að þá tókst okkur að ná til baka þessum eignum að mestu leyti þannig að nú er fjármálakerfið að miklu leyti í eigu ríkisins og ekki bara það því heldur líka hinar ýmsu eignir eins og fyrirtæki og fasteignir sem þarf að selja, þannig þarna eru undir alveg gríðarleg verðmæti, það er hægt að hafa vald í gegnum rekstur fyrirtækja, ekki síst fjármálafyrirtækja, og þá skiptir tvennt alveg gríðarlega miklu máli, hvernig menn nota þetta mikla tækifæri til þess að koma á heilbrigðara fjármálakerfi og í öðru lagi, hvernig menn tryggja að þessar eignir sem þarf að selja, að minnsta kosti stórum hluta þeirra sé ráðstafað á heiðarlegan og skynsamlegan hátt, frá sjónarmiði eigendanna, það er að segja frá sjónarmiði almennings„,segir Sigmundur. Viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson verður endurflutt í kvöld kl.22:00.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila