Ekki háværar raddir gegn fóstureyðingum innan lúthersku kirkjunnar

Í gegnum tíðina hefur lútherska kirkjan tekið breytingum í afstöðu sinni í ýmsum málum og er þjóðkirkjan þar ekki undanskilin. Þetta á við þegar kemur að fóstureyðingum en innan þjóðkirkjunnar eru ekki háværar raddir gegn fóstureyðingum. Þetta segir séra Guðni Már Harðarson prestur í Lindakirkju en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Guðni segir að á árum áður hafi kirkjan verið með mun ákveðnari skoðun í þessum málum en ásinn hafi færst til. Áður hafi það verið biskup sem hafi sett stefnuna hvað væri siðferðilega rétt en nú á dögum sé horft meira til siðfræðinga í Háskólanum og þeir setji í raun stefnuna hvað sé siðferðilega rétt og almennt spyrji löggjafinn siðfræðingana álits frekar en kirkjuna.

Arnþrúður spurði Guðna hvort þetta væri mál sem kirkjuþing þyrfi að ræða segir Guðni að það gæti vel verið. Hans persónulega afstaða hins vegar sú að konan eigi að taka ákvörðun um hvort hún fari í fóstureyðingu eða ekki.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila