Holur hljómur í málflutningi talsmanna orkupakkans

Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss

Það er holur hljómur í málflutningi talsmanna þeirra sem vilja að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Hauks Haukssonar.

Elliði segir að það liggi einfaldlega ekki nægilega sterk rök fyrir því að samþykkja orkupakkan

það er líka holur hljómur í því þegar stuðningsmenn orkupakkans segja öðru orði að þetta skipti ekki neinu máli fyrir okkur, að það breyti engu fyrir okkur að innleiða þetta en í hinu orðinu segja þeir að EES samningurinn sé í uppnámi ef við samþykkjum þetta ekki, þarna finnst mér að ekki fari saman hljóð og mynd„,segir Elliði.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila