Enginn heimsendir þó það hlýni í veðri

Það er mikill hræðsluáróður rekinn í fjölmiðlum um svokallaða hlýnun jarðar og nánast látið að því liggja að heimsendir sé handan við hornið sé ekki brugðist við meintri hlýnun jarðar. Staðreyndin sé hins vegar sú að veður sé breytilegt og enginn heimsendir verði þó það hlýni í veðri. Þetta segir Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði við Háskóla íslands og formaður Heimssýnar en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Haraldur segir hræðsluáróðurinn ekki vera neina tilviljun því það séu mikil peningar í spilinu fyrir alls kyns aðila sem skjóti upp kollinum þegar kemur að þessari umræðu og vilji fá sinn bita af kökunni af þeim gríðarlegu fjármunum sem veitt sé til málaflokksins af hálfu ríkisstjórna í heiminum.

Verið að færa peninga þjóðríkja til stofnana

Stóra myndin sé hins vegar sú að verið sé í raun að færa fjármagn frá löndum til stofnana eins og til dæmis Evrópusambandsins með grænum sköttum sem séu lagðir á fólk í viðkomandi löndum.

Reglulegar veðurbreytingar eru eðlilegar og engin hætta á ferðinni

Sannleikurinn um veðrið sé sá að mönnum hættir til að lesa of mikið í einstaka veðuratburði og stimpla á þá umsvifalust stimpli um að þeir séu af völdum loftlagsbreytinga. Staðreyndin er hins vegar sú að það hefur gerst allt frá upphafi jarðar að það koma fram öfgar í veðri reglulega, til dæmis miklir hitar og þurrkar, miklar rigningar, mikil kuldaköst. Þannig hafi það alltaf verið og þannig verði það áfram.

Þarf að vernda jörðina en ekki til að það verði misnotað

Haraldur segir að það sé ekki þar með sagt að það sé ekki sjálfsagt að fara vel með jörðina því það ættu menn auðvitað að gera og vilji menn draga úr losun má gera það með aðferðum sem ekki kosti mjög mikið en það henti auðvitað ekki þeim sem vilja hagnýta sér umræðuna og búa til úr henni matarholu.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila