Er Biden að undirbúa að fara með Bandaríkin í stríð gegn Rússlandi?

Joe Biden skrifaði undir tilskipun (sjá pdf að neðan) að senda 3000 hermenn til Evrópu eftir stækkun Nató nýverið. Samkvæmt tilskipun Hvíta hússins verða 3000 hermenn sendir úr varaliði Bandaríkjanna til starfa í Evrópu.

Í tilskipun forsetans segir:

„Með því valdi sem mér er falið sem forseta samkvæmt stjórnarskrá og lögum Bandaríkjanna, þar á meðal greinum 121 og 12304 í 10. kafla bandarískra laga, þá ákveð ég hér með að nauðsynlegt sé að efla starfandi hersveitir Bandaríkjanna fyrir skilvirka framkvæmd „Atlantic Resolve“ aðgerðarinnar á og kringum ábyrgðarsvæði Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna.“

„Atlantic Resolve“ ögrun við Rússland

Aðgerð „Atlantic Resolve“ er nafnið á viðbrögðum Bandaríkjahers við sérstökum hernaðaraðgerðum Rússlands. Þó að fjöldi hermanna, þrjú þúsund, sem verið er að virkja og senda á vettvang sé ekki mikill, er Biden að hóta Rússlandi beint sem er líklegt til að kalla fram mjög óþægileg viðbrögð frá Pútín. Það fyrst og fremst hugsunin á bak við þessa ákvörðun og þau skilaboð sem verið er að senda Pútín sem er ógnvekjandi. En það er ekki allt.

Larry Johnson t.v., fv. starfsmaður CIA kemur með athyglisverðar upplýsingar um hernaðarástandið í viðtali við Stephen Gardner t.h. (skjáskot YouTube).

Í viðtali Stephen Gardner við fyrrum starfsmann CIA, Larry Johnson, (sjá myndskeið að neðan), kemur fram að a.m.k. tvær B-52 vélar eru jörðu niðri hjá bandaríska flughernum í Alaska. Haft er eftir flugmanni, sem flaug B-52 vélum, að það sé mjög óvenjulegt og heimskulegt athæfi að flytja þessar sprengjuvélar til Alaska. Slíkt mun ekki draga úr áhyggjum Rússa heldur virka sem bein ögrun sem setja muni Rússa í viðbragðsstöðu.

F-16 þotur til Úkraínu = kjarnorkuógn gegn Rússlandi

Jake Sullivan, öryggisráðgjafi Bandaríkjanna sagði, að Biden hefði tekið þá ákvörðun í nánu samstarfi við bandamenn, að hefja þjálfun úkraínskra flugmanna á F-16 herþotur frá Bandaríkjunum. Svíþjóð þjálfar þegar úkraínska flugmenn á sænskar herþotur. Mörg aðildarríki Nató hafa F-16 þotur til umráða og samkvæmt Jake Sullivan mun þjálfun flugmannanna „taka einhvern tíma og eftir það verða F-16 þotur fluttar til Úkraínu, trúlega frá löndum í Evrópu, sem hafa birgðir fyrir herþoturnar.“

Útvarp Saga hefur sagt frá viðbrögðum Sergey Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, sem hefur sent frá sér viðvörun til Nató ríkja um að nærvera F-16 herþota, sem borið geta kjarnorkusprengjur, muni verða túlkuð sem kjarnorkuhótun gegn Rússlandi. Lavrov sagði:

„Engar tryggingar munu hjálpa hér. Meðan á stríðsátökum stendur mun her okkar ekki gera greinarmun á því, hvort sérhver flugvél af tilgreindri gerð sé útbúin til að nota kjarnorkuvopn eða ekki. Sú staðreynd að slík kerfi birtist í her Úkraínu er af okkar hálfu túlkað sem ógn frá Vesturlöndum á kjarnorkusviðinu. Árásargjörn skref óvinsamlegra ríkja skapa tilvistarógn fyrir Rússland. Á því leikur enginn vafi. Við munum neyðast til að verja rétt okkar til frjálsrar og fullvalda þróunar með öllum tiltækum ráðum.“

Biden á leiðinni með heiminn í kjarnorkustríð við Rússa

Með viðvörunarorðum Lavros má ljóst vera, að Rússar muni eyða þessum flugvélum „með öllum tiltækum ráðum.“ Ef þeir standa frammi fyrir kjarnorkuógn munu Rússar svara í sömu mynt. Biden eykur spennuna við Rússland á sama augnabliki Úkraína gerir hörmuleg mistök á vígvellinum. Í stað þess að reyna að draga úr stríðinu og finna leið út úr því, þá virðast Biden og glóbalíska teymið hans ætla að fara með heiminn í kjarnorkustríð.

Hér að neðan er tilskipun Bidens um Atlantshafslausnina með þrjú þúsund hermönnum til Evrópu og þar fyrir neðan er viðtal Stephen Gardner við fv. starfsmann CIA Larry Johnson. Afar áhugavert viðtal um ástandið eins og það er orðið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila