Erfitt að segja hvað hefðu verið rétt viðbrögð Guðna Th

Það er erfitt að segja til um hvað hefðu verið rétt viðbrögð Guðna Th, Jóhannessonar forseta Íslands við afsögn Katrínar Jakobsdóttur enda margir leikir í stöðunni en niðurstaðan var að hún sæti áfram um sinn. Þetta segir Helga Þórisdóttir lögmaður og forsetaframbjóðandi en hún var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur. Helga er jafnframt forstjóri Persónuverndar en er í leyfi vegna framboðsins.

Helga segir að það megi velta því vissulega fyrir sér þar sem rætt hafi verið í marga mánuði um að þessi staða gæti komið upp hvort ekki hefði verið hægt að hafa kapalinn svolítið skipulagðari.

Ákveðin upplausn sé í gangi og til að mynda voru 13 ný frumvörp lögð fram af nýju starfsstjórninni þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir að starfsstjórnir geti gert slíkt. Helga segir það ljóst að það sé ekkert hér í föstum skorðum núna eins og fólk myndi vilja helst hafa hlutina.

Stjórnmálin í ójafnvægi

Nú sé það svo að hér sé ekkert í föstum skorðum og því sé ekkert eins og við myndum vilja hafa hlutina. Í því sambandi veltir Helga því fyrir sér ef forseti hefði hagað störfum sínum öðruvísi en hann gerði í gær, hvort það hefði ekki valdið enn meiri usla en sú ákvörðun sem hann tók. Hvort það takist að lappa upp á stjórnina eins og reynt sé nú að gera verði einfaldlega að koma í ljós.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila