Erum blekkt af fjölmiðlum, stjórnvöldum og kerfinu – Stóru málin fást ekki rædd

Almenningur er blekktur á ýmsan máta af fjölmiðlum, stjórnvöldum og kerfinu. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur.

Sigmundur segir þetta vera vegna þess að menn séu komnir langt frá raunveruleikanum og umræðu um staðreyndir og raunveruleikann, allt sé farið að snúast um umbúðirnar og alla umræðu skorti um innihald. Eitt af því sem mætti kalla innhald sé til dæmis skjölin sem 110 ára leynd hvílir yfir og Steingrímur og Jóhanna ákváðu að skella í læstu skúffuna í sinni stjórnartíð. Sigmundur bendir á að þegar þessi skjöl eru nefnd við núverandi stjórnarliða fari menn undan í flæmingi. Á sama tíma og menn kalli eftir rannsóknum á hinum og þessum málum þá virðist alls ekki mega nefna skjölin sem 110 ára leynd hvílir yfir og það sé ekki til þess fallið að efla traust og trúverðugleika.

Ekki má tala um innihald 110 ára skjalanna

Arnþrúður velti þeirri spurningu upp í þættinum hvað væri í skjölunum og um hvað hefði verið samið sem ekki megi sjást. Gríðarlegar breytingar hafi orðið í samfélaginu í kjölfar þess að ákveðið hefði verið að fela skjölin fyrir almenningi. Sigmundur segir þetta gott dæmi um hvernig tímanum sé sóað í eitthvað rugl í stað þess að stærstu málin sem þjóðfélagið þarf að takast á við séu rædd, til dæmis fullveldismálin, efnahagsmálin og húsnæðismálin og ekki síst hælisleitendamálin sem séu orðin svo erfið að þau hafa áhrif á öll önnur mál.

Hann segir að nú sé Sjálfstæðisflokkurinn farinn að gera sér grein fyrir að fólk sé mikið að ræða hælisleitendamálin og hafi af því áhyggjur. Sjálfstæðisflokkurinn aðhafist hins vegar lítið sem ekkert í málaflokknum og sé einnig flokkurinn sem keyrði í gegn útlendingalögin sem hafi sett þetta allt saman af stað og komið málunum á þann stað sem þau eru í dag.

Hlusta má á ítarlegri umræðu í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila