Erum komin aftur á þann stað sem við vorum eftir bankahrun – Stóru karlarnir ætla að gleypa allt aftur

Guðmundur Franklín Jónsson og Magnús Guðbergsson

Íslenska þjóðin er komin á sama stað og hún var eftir bankahrunið þar sem fólk hafði keypt sér eignir sem það gat síðan ekki borgað af eftir að bankarnir hrundu og misstu því eignirnar og þurft að flytja úr þeim og hrægammar konu og hirtu bæði lítil fyrirtæki sem og aðrar eignir fólks. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar oddvita Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavík norður og Magnúsar Guðbergssonar oddvita flokksins í suðurkjördæmi í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar.

Þeir félagar benda á að nú sé svo komið að eftir Covid sé sama staða komin upp, mörg ferðaþjónustufyrirtæki séu komin á nýja kennitölu, sala banka sé farin af stað, lítil fyrirtæki séu farin að leggja upp laupana og þegar það gerist komi stórir aðilar og gleypi til sín þær eignir, lítil fyrirtæki munu verða ein helsta bráð þeirra. Þetta að mati Guðmundar og Magnúsar þarf að koma í veg fyrir, sem megi gera með því að skapa lífvænlegt umhverfi fyrir öll fyrirtæki, ekki eingöngu þau stóru.

Flokkurinn hefur nokkuð framsækna og nýstárlega stefnu í atvinnumálum sem sækir að einhverju leyti innblástur til Covid ástandsins. Meðal þess sem flokkurinn vill efla eru störf án staðsetningar, sem sé hagkvæmt, fjölskylduvænt auk þess sem það dregur úr mengun og er þar sem gott fyrir loftslagið. Segja þeir Guðmundur og Magnús að nú hafi sannað sig að þetta fyrirkomulag virki vel, enda hafi fjölmargir hafi verið að sinna heiman frá sér vegna Covid.

Þá hefur sjávarútvegsstefna flokksins vakið talsverða athygli en hana má lesa með því að smella hér.

Lesa má stefnuskrá flokksins á heimasíðu hans með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila