Ef menn telja Ísland ekki geta hafnað orkupakkanum þá er þetta spurning um hver hafi löggjafavaldið

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Ef menn telja að Ísland geti ekki tekið sjálfstæða ákvörðun og hafnað orkupakkanum þrátt fyrir að vilji væri fyrir því hjá meirihluta þjóðarinnar þá er það eitthvað sem þyrfti að ræða og hvort þeir sem setja slíkar reglur fyrir landið séu komnir með hald á löggjafarvaldinu á Íslandi.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara í þættinum Innlendar fréttir vikunnar í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Arnar segir að þetta sé spurning um fullveldi landsins

þá erum við ekki lengur fullvalda ríki, við þurfum að ræða þetta og eiga þetta samtal sem þjóð á heiðarlegum forsendum„.

Þá bendir Arnar á að þeir fyrirvarar sem settir voru við málið byggi á afar hæpnum forsendum

það er sérstakt að ætla að samþykkja þetta en setja samt fyrirvara sem ganga svo gegn markmiði þess sem verið er að samþykkja„,segir Arnar.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila