Eyddi jólunum á benínstöð í Breiðholti

hverfisgataLögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á miðnætti í nótt um konu sem léti heldur ófriðlega á bensínstöð í Breiðholti. Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að konan hafði verið inni á bensínstöðinni þegar starfsfólk mætti þar til vinnu. Ekki voru merki um að konan hefði brotist inn á bensínstöðin og því telur lögregla að málum hafi verið háttað þannig að konan hefði verið inni á bensínstöðinni þegar henni var lokað síðdegis á aðfangadag og verið þar innilokuð allt þar til starfsfólkið mætti aftur til vinnu. Konan var handtekin og á yfir höfði sér kæru fyrir húsbrot og þjófnað.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila