Facebook stýrir kauphegðun notenda með lúmskum aðferðum

Jens Guð bloggari.

Facebook notar ákveðnar aðferðir til þess að móta skoðanir notenda sinna í þeim tilgangi að geta ákvarðað þá betur sem skilgreindan markhóp og haft áhrif á neyslumynstur þeirra. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli bloggarans Jens Guð í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jens ræddi meðal annars um áhrifamátt Facebook og þau gríðarlegu áhrif sem miðillinn getur haft á kauphegðun þeirra og þannig í raun mótað þá sem markaðsvöru fyrir auglýsendur. Í seinni hluta þáttarins ræddi Jens um feril færeysku söngkonunnar Eivarar Pálsdóttur en Jens hefur meðal annars ritað og gefið út bók um Eivöru. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila