Fagnar breytingum á búvörulögun þrátt fyrir undanþágu frá samkeppnislögum

Ágúst Bjarni Garðarson þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segist fagna breytingum á búvörulögum sem meðal annars fela í sér undanþágur afurðastöðva frá samkeppnislögum og að þær hafi sjálfdæmi um verðlagningu. Þetta kom fram í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við Ágúst Bjarna á Útvarpi Sögu.

Ágúst segir breytinguna taka tillit til íslenskra aðstæðna og sé hún borin saman við það sem gerist í nágrannalöndum gangi hún að einhverju leyti lengra á sumum sviðum en skemur á öðrum. Hann segir að með breytingunum séu afurðastöðvum gefin tækifæri á að hagræða, sameinast og veita erlendum vörum samkeppni og það sé jákvætt. Hann segir að menn megi ekki halda að samkeppnin gerist hér á innanlandsmarkaði og að innlendar vörur séu í stöðugri samkeppni við innfluttar vörur.

Lögin til að vernda íslenskar landbúnaðarvörur

Aðspurður um hvort það sé ekki alvarlegt að heil atvinnugrein sé undanþegin samkeppnislögum þegar ein af grunnreglum EES samningsins kveði á um að samkeppnislög séu ekki brotin og hvort þetta geti ekki valdið því að verð hækki upp úr öllu valdi. Við því segir Ágúst Bjarni að vissulega geti samþjöppun haft neikvæð áhrif en horfa þurfi á þessar breytingar út frá stærra sjónarhorni. Ekki sé lagt upp með einokun og hækkandi vöruverði heldur sé staðreyndin sú að landbúnaðurinn á Íslandi sé í mjög harðri samkeppni við vörur erlendis frá og breytingarnar séu gerðar til þess að bregðast við því.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila