Fallvatnsorkuframleiðslan er stöðugasta orkuframleiðslan

Hugmyndir um virkjun sjávarfalla eru ágætar út af fyrir sig en hafa einnig sína ókosti. Slík orkuframleiðsla er ekki mjög stöðug. Þetta segir Kristinn Sigurjónsson rafmagns og efnaverkfræðingur en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Kristinn segir að til þess að virkja sjávarföll þurfi að gera það í fjörðum og þeir séu eðli málsins samkvæmt misstórir og mismunandi að lögun. Sú orka sem fæst með virkjun sjávarfalla er fengin með svokallaðri hreyfiorku þ,e þegar vatn gengur í fjörðinn er hreyfingin á sjónum nýtt til orkuframleiðslunnar. Þetta sama lögmál gildir um þegar það fellur frá því þá myndast einnig hreyfiorka sem nýtt er.

Vandinn sé hins vegar sá að þegar hvorki er að falla að eða falla frá stöðvast orkuframleiðslan á meðan og því er ekki stöðug orkuframleiðsla í gangi allan sólarhringinn.

Veður og vindar eru óútreiknarlegir

Kristinn segir það sama gilda um vindmyllur. Þar sé verið að nýta hreyfiorku úr loftinu og umbreyta henni í rafmagn en eins og með sjávarfallavirkjanir þá er raforkuframleiðsla með vindmyllum einnig óstöðug þar sem skyndilega getur orðið logn og þá eðli málsins samkvæmt er engin framleiðsla á meðan logninu stendur. Sjávarfallavirkjanir hafi það þó umfram vindmyllurnar að þar er hægt að reikna út hvenær sjávarföll verða og því hægt að tengja aðra orkugjafa við veiturnar á meðan stoppinu stendur. Veður og vindar eru hins vegar mun óútreiknanlegri.

Að virkja fallvötn er hins vegar mun stöðugri orkuframleiðsla því þar er hægt að stýra orkuframleiðslunni með virkjunum og stjórna affallinu þannig orkuframleiðslan getur farið fram allan sólarhringinn.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um virkjanir og orkuframleiðslu í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila