Farsóttarsáttmáli WHO bindandi fyrir þau ríki sem samþykkja

Nú styttist í að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO haldi afar umdeilt þing þar sem mun koma í ljós hvort lönd samþykki að færa WHO völd yfir stærstum hluta landa heimsins þegar kemur að farsóttarmálum með svokölluðum farsóttarsáttmála. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi um sáttmálann og afleiðingar þess verði hann samþykktur en Gústaf var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Viðræður um hvaða lönd hyggjast undirrita sáttmálanna virðast fara fram undir mikilli leynd og meðal annars er ekki vita hvort ráðamenn á Íslandi muni samþykkja að undirgangast sáttmálann fyrir Íslands hönd. Sáttmálinn verður bindandi fyrir þau ríki sem samþykkja hann en þingið fer fram 23-30. maí næstkomandi.

Verði það gert er ljóst að Ísland hefur þar með ekki lengur forræði sjálft á sínum sóttvarnamálum og allar stærri ákvarðanir sem varða viðbrögð við farsóttum og aðgerðir í kjölfar farsótta mun þá miðast við það sem WHO ákveður hverju sinni og hafa margir bent á að verði Ísland meðal þjóða sem undirgengst sáttmálann sé verið að framselja hluta fullveldisins.

Áður hafði komið fram hörð gagnrýni á fyrirætlan WHO og til þess að auðvelda ferlið og slá jafnframt ryki í augu almennings hafi málinu verið skipt upp í tvo hluta. Annars vegar breytingar á alþjóðaheilbrigðismálareglugerð IHR og hins vegar „uppkast að nýjum farsóttarsáttmála“ sem augun beinast einkum að hins vegar

Í nýlegri frétt hér á vefnum segir frá því að í nóvember 2022, á G20 fundinum , hafi Budi Gunadi Sadikin, heilbrigðisráðherra Indónesíu þrýst á um útgáfu „alþjóða stafræns heilbrigðisvottorðs sem er viðurkennt af WHO“ til að gera almenningi kleift að hreyfa sig.“ Að sögn Roguski hafa aðrar mjög slæmar breytingar verið lagðar til:

  • Afsal fullveldis til WHO
  • Að veita Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni stjórn á „lyfjaframleiðslu fyrir sjúkrahús í neyðartilvikum“
  • Að veita framkvæmdastjóra og svæðisstjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar umboð til að lýsa yfir lýðheilsuviðvörunum, neyðarástandi við svæðisbundnum vanda … og neyðarástandi við alþjóðlegum vanda jafnvel við „möguleika“ á raunverulegu neyðarástandi 
  • Að heimila WHO „að hafa afskipti af löggjöf innan fullvalda ríkja“
  • Að heimila WHO „að ritskoða upplýsingar“

Hér að neðan má hlusta á ítarlegri umræðu um farsóttarsáttmálann fyrirhugaða

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila