Farsóttarsáttmáli WHO opinn í alla enda hvað varðar túlkun á það sem getur haft áhrif á heilsufar

Þeir sem hafa fylgst með umræðunni um farsóttarsáttmála WHO eru flestir komnir á þá skoðun að hann hafi í raun ekkert átt að koma fyrir almennings sjónir og til umræðu í samfélögunum sem hann varðar og því hefur ekkert verið rætt af hálfu stjórnvalda hvað hann þýðir og hvaða völd hann færir WHO yfir löndunum sem hann samþykkja. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Karls Snæbjörnssonar sérfræðings í heimilislækningum í þætti Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Guðmundur bendir á að verði sáttmálinn samþykktur t,d af stjórnvöldum hérlendis sé samningurinn svo opinn hvað varðar túlkun á því sem getur haft áhrif á heilsufar að WHO gæti lýst yfir heilsufarslegri vá á heimsvísu af hinum ótrúlegustu tilefnum.

„það er eiginlega hægt að túlka hvað sem er sem getur haft áhrif á heilsufar fólks, hvort sem það er veðurfarið, hiti eða kuldi eða einhverjar hamfarir, jafnvel fjárhagslegar og hér eru fjármálakerfi að hrynja víða og til dæmis í þeim tilvikum gæti WHO lýst yfir heimsfaraldri sem hefði áhrif á heilsufar fólks“

Í þættinum var einnig opið fyrir símann og sat Guðmundur fyrir svörum hlustenda sem komu inn með sínar spurningar sem varða Covid sprauturnar og áhrif þeirra á heilsu fólks.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila