Farsóttarsáttmálinn og reglugerð WHO sitt hvor hluturinn

Íslensk yfirvöld hafa sýnt af sér vítavert athfnaleysi þegar kemur að umræðu um breytingar á reglugerð WHO og farsóttarsáttmálann. Þau hafa ekki sinnt því að taka upp umræður um málið hvorki á vettvangi WHO né heldur hér innanlands og hafa látið í veðri vaka að málið sé ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Þá einkennist málið af upplýsingaóreiðu og farsóttarsáttmálanum ruglað saman við breytingu á reglugerð WHO, breytingar sem séu af mjög alvarlegu tagi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnars Þórs Jónssonar lögmanns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur í dag.

Arnar bendir á að skjölin sem varða málið séu út og suður og segir að sem dæmi þá nefnist skjölin ólíkum nöfnum og farsóttarsáttmálinn hafi gengið undir að minnsta kosti fjórum mismunandi heitum. Hann segir brýna þörf á því að almenningur sem og kjörnir fulltrúar nálgist fast land í þessum efnum og í þeim tilgangi hafi Arnar ritað minnisblað um málið sem hann ætli að afhenda heilbrigðisráðherra á morgun og senda öllum þingmönnum afrit af því.

Kjörnir fulltrúar blindaðir af yfirlýsingum sem ekki eigi við rök að styðjast

Arnar segir mikilvægt að almenningur og kjörnir fulltrúar láti ekki slá ryki í augu sín gagnvart því sem sé að gerast en Arnar segist einmitt óttast að kjörnir fulltrúar hafi verið blindaðir af yfirlýsingum sem ekki eigi við rök að styðjast.

Ryki kastað í augu almennings um fyrirætlan WHO með upplýsingaóreiðu

Hann segir að ástæðuna fyrir því að hann telji að svo sé, vera vegna þess að þarna sé um tvö skjöl að ræða sem verið sé að vinna tvenns konar regluverki samtímis á vettvangi WHO. Í fyrsta lagi Farsóttarsáttmálann sem Alþingi muni þurfa að fullgilda eftir hefðbundnum reglum sem um slíkt gilda sem og hins vegar breytingar á reglugerð WHO sem tók gildi 2005. Þeirri reglugerð sé verið að breyta mjög verulega eða yfir 300 breytingar sem séu margar hverjar mjög umhugsunarverðar og alvarlegar.

Reglugerðin mun ekki þurfa fara í gegnum fullgildingarferli á Íslandi

Arnar segir að það sem valdi honum mestum áhyggjum af reglugerðinni sé það að reglugerðin þurfi ekki að fara í gegnum neitt fullgildingarferli hér á landi. Það þýði að þær breytingar sem verið sé að gera sem meðal annars mæla fyrir um að WHO fái aukið svigrúm til þess að lýsa yfir hættuástandi og taka yfir stjórn í aðildarríkjum munu ekki þurfa að fara í gegnum fullgildingarferlið. Þá sé gert ráð fyrir í þessari sömu reglugerð að WHO fái meðal annars völd til þess að hafa eftirlit með umræðu og þannig hafa áhrif á tjáningarfrelsið.

Hann segir að ef ekkert verði að gert og stjórnmálamenn á Íslandi haldi áfram sínu athafnaleysi og þögn um það sem að sé að gerast muni þessar reglur taka sjálfkrafa gildi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila