Fer Evrópusambandið með skattlagningavald á Íslandi?

Fyrirhugaðir skattar á samgöngur í formi kolefnisgjalda munu leggjast afar þungt á atvinnulíf á Íslandi því að um verulegar upphæðir er að ræða og koma til með að hækka þegar þeir eru komnir á vegna ákveðinnar sjálvirkni hvað gjöldin varðar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands og formann Heimssýnar í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Haraldur segir málið ekki eingöngu snúast um upphæðir heldur sé hér um prinsippmál að ræða og að menn spyrji sig að því hvenær Evópusambandið hafi fengið skattlagningarvald hér á landi. Ofan á allt þetta bætist svo svokallaður Shengen skattur, skattur sem lagður verður á þá sem hingað ætla að ferðast.

„það er auðvitað alvörumál og þetta er spurningin um hver fái að ráða því hverjir fá að ferðast til Íslands, hverjir hirða ágóðan af því og í hvað hann fer að lokum“ segir Haraldur.

Ísland í þessari stöðu vegna þátttöku verkefnis Evrópusambandins

Haraldur segir að Ísland sé komið í þessa stöðu vegna þess að ráðamenn hafi ákveðið fyrir Íslands hönd að taka þátt í verkefni Evrópusambandins sem miðaði að því að draga úr útblæstri sem sé gert með þessu kolefniskvótakerfi.

„en svo kemur það bara í ljós að þetta kerfi sé nú ekkert sérstaklega skynsamlegt, enda sé það þannig með íslensk samfélag þá sé það mjög ólíkt því sem er á meginlandi Evrópu. Bæði hvað varðar stærð, staðsetningu, þéttleika íbúa og margt fleira. Okkar atvinnulíf er ekki byggt á háþróuðum iðnaði heldur nýtingu náttúruauðlinda fyrst og fremst og þessi samgönguskattur er fyrst og fremst hugsaður til þess að breyta neyslumynstri í Evrópu“ segir Haraldur.

Skatturinn vinnur gegn markmiði sínu þegar kemur að fluginu

Hann bendir á að þessum sköttum sé ætlað að koma fólki úr flugi og upp í lestir og koma þannig í veg fyrir að fólk ferðist á milli hluta meginlandsins sem tengjast saman með lestarkerfi. Þá sé einnig verið að beina vöruflutningum í lestirnar en það eigi að sjálfsögðu ekki við á Íslandi þar sem það tengist ekki meginlandinu. Hér hafi menn því ekki möguleika á að færa fólks og vöruumferð úr skipum og flugvélum yfir í lestir.

„hvað snertir flugið þá virkar skatturinn beinlínis gegn markmiði sínu því með því að skattleggja flug til Íslands þá er verið að beina norður Atlantshafsfluginu í aðrar áttir. Það er verið að beina því í beint flug til Norður Ameríku eða flug til dæmis um Bretland og í mjög mörgum tilvikum þýðir það einfaldlega lengri leið“ segir Haraldur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila