Fréttir vikunnar: Framkoma gagnvart ferðamönnum frá Rússlandi Íslandi ekki til sóma

Ákveðin fyrirlitning hins opinbera gagnvart Rússlandi birtist meðal annars í framkomu í þeirra garð strax við komuna til landsins.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Rússlandi sem staddur er hér á landi þessa dagana í þættinum fréttir vikunar í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur bendir á að til dæmis þurfi Rússar sem hingað koma til lands þurfa að gangast undir sérstaka öryggisleit

fólk er mjög hissa á þessu enda hefur fólkið farið í gegnum mjög stranga öryggisleit á flugvellinum í Rússlandi svo fólk upplifir þetta sem ákveðna vanvirðingu, þetta er skrítin framkoma gagnvart vinaþjóð, þessi fyrirlitning endurspeglast líka á fleii sviðum, til dæmis er aldrei minnst á Rússland í veðurfréttum á Íslandi, eins og Rússland sé bara ekki þarna þrátt fyrir að landið sé ein helsta miðstöð samgangna„,segir Haukur.

Þá voru fjölmörg fleiri mál rædd í þættinum eins og aukna viðveru Bandaríkjahers og vaxandi mikilvægi Íslands vegna norðurslóðasiglinga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila