Fjárfesta í grunnþáttum heilbrigðiskerfsins en ekki í skyndilausnum

Það er mun áhrifaríkara til lengri tíma litið að fjárfesta í grunnþáttum heilbrigðiskerfisins eins og til dæmis heilsugæslunni í stað þess að setja mikið fé í einstaka liði innan heilbrigðiskerfisins. Þetta kom fram í máli Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar í viðtali við Arnþrúðar Karlsdóttur. Í þættinum fór Kristrún yfir nýtt útspil Samfylkingarinnar til öldrunar og heilbrigðismála sem kynnt var formlega í gær.

Kristrún segir að eitt af því sem þarf að tryggja sé að fólk hafi aðgang að heimilislækni á heilsugæslu en það sé eitt af markmiðunum í útspili Samfylkingarinnar. Kristrún bendir á að ef farin verði sú leið, megi væntanlega koma í veg fyrir að sjúkdómar fái að þróast hjá fólki, sem á síðari stigum geti þar af leiðandi orðið til þess að sjúklingar þurfi á lengri meðferð að halda. Auk þess sem það valdi álagi í sérgreinalækningum.

Ekki skyndilausnir

Hún segir að hingað til hafi verið farin sú leið að plástra kerfið með því að setja mikið fé í einstaka liði, hér og þar í kerfinu, þegar álagið er orðið mjög mikið. Það séu leiðir sem séu einungis skyndilausnir. Það færi hins vegar betur á því að byrja á grunninum sem sé auðvitað kostnaðarsamt en þegar allt komi til alls muni það spara mjög mikla fjármuni, þegar til lengri tíma er litið.

Aðeins 50% Íslendinga með fastan heimilislækni

„sem veldur því að upplifun fólks af heilbrigðiskerfinu verður ekki eins góð og að auki er þetta mjög óhagkvæmt. Rannsóknir sýna að það eru 30% minni líkur á að þeir sem eru með fastan tengilið og fastan heimilislækni lendi í sjúkrahússinnlögnum heldur en þeir sem ekki séu með heimilislækni “ segir Kristrún.

Hún segir að þetta samrýmist markmiði Samfylkingarinnar sem sé hvernig eigi að passa upp á heilbrigðiskerfið og hægt sé að grípa fyrr inn í aðstæður fólks sem geti þróast út í frekari veikindi.

Fjölga útskriftum lækna í heimilislækningum

Aðspurð um hvað valdi því að ekki sé búið að leysa úr löngum biðtíma eftir þjónustu læknis því að það sé fólk sem til dæmis kvarti yfir því að það sé allt að fimm til sex vikna bið á að komast að hjá lækni. Kristrún segir að það megi rekja hluta vandans til skorts á heimilislæknum. Þess vegna sé hluti af tillögum Samfylkingarinnar að setja meira fjármagn til læknadeildar Háskóla Íslands og tryggja að hægt verði að fjölga námsplássum. Síðan þurfi hvata til þess að hvetja fólk sem hefur farið erlendis í nám, til þess að koma heim, og starfa hér heima. Í því sambandi megi nefna niðurfellingu námslána hjá læknum sem ráða sig til lengri tíma á svæðum þar sem læknaskortur er viðvarandi.

Lesa má útspil Samfylkingarinnar í heild með því að smella hér.

Hlusta má á ítarlegri umræðu um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila