Vandi fjölmiðla nútímans er að fá almenning til þess að vilja kaupa fréttir

Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins

Með tilkomu internetsins og frímiðla hefur skapast ákveðinn vandi fyrir á fjölmiðla sem vinna að frumöflun frétta sem snúa helst að því að fá almenning til þess að kaupa afurðir fréttamiðla. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Andrésar Magnússonar fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Hann segir almenning leitast við að fá fréttirnar með sem einföldum og ódýrum hætti og hægt er

lesandinn er jafnvel sama hvort hann fái endursögn af endursögn, þetta er ákveðið vandamál því það eru svona afætumiðlar sem birta upp úr öðrum miðlum og frumöflun frétta er auðvitað mjög kostnaðarsöm„,segir Andrés.

Þá segir Andrés að umræður um ritskoðun miðla ekki alltaf eiga við

auðvitað eru auðvitað til tilfelli um ritskoðun en stundum snýst þetta um hvað er stofuhæft eins og ég kalla það, það er að hvað er hæft til þess að setja í blað sem endar svo við eldhúsborðið með morgunkaffinu, þetta má til dæmis setja í samhengi við nafnbirtingu sakamanna og slíkar upplýsingar„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila