Fjölmiðlar verða að ganga útfrá að birting á leyniupptökum sé óheimil

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari.

Fjölmiðlar verða að ganga út frá því að birting á upptökum eins og upptökunni úr Klaustursmálinu er ekki heimil. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Steinars Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Gunnlaugssonar. Jón segir að fjölmiðlar verði að átta sig á ábyrgð sinni í slíkum málum “ ég held að það hafi verið brotinn réttur á þessum mönnum sem þarna sátu, þeir eru í viðkvæmari stöðu en ýmsir aðrir þegar kemur að því að slíkt sé birt með ólögmætum hætti af því þeir eru í þannig stöðum að þeir eru að leita eftir trúnaði og trausti almennings„,segir Jón. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila