Fjölnir: Fólk í viðkvæmri stöðu fórnarlömb glæpahópa

Þegar tekið er á móti stórum hópum hælisleitenda í viðkvæmri stöð eru slíkir einstaklingar líklega í meiri hættu en aðrir að verða fórnarlömb glæpasamtaka. Þetta segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landsambands lögreglumanna og rannsóknarlögreglumaður en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Fjölnir segir alveg ljóst að margt af því fólki sem hingað komi sem hælisleitendur sé oft mjög brotið og hafi upplifað hörmungar og sé því veikara fyrir. Glæpasamtök leiti sérstaklega eftir fólki í veikri stöðu, með bágborinn bakgrunn og hafi litla mótspyrnu og varnir. Þetta séu einstaklingar sem glæpasamtök herji á og hagnýti sér.

Innviðirnir ráða ekki við fjöldann sem hingað kemur

Hann segir að einmitt vegna ástands fólksins reyni meira á innviði þegar kemur að því að veita mögulega hjálp eins og sálfræðiaðstoð og fleira. En staðan sé sú að þó við værum tilbúin til þess að hjálpa þessu fólki eru innviðirnir ekki að ráða við fjöldann og því eru þessir einstaklingar í meiri hættu á að lenda í klóm glæpasamtaka.

Glæpasamtök sækjast eftir unglingum

Fjölnir tekur dæmi ef hingað kæmi hópur af ungum piltum sem tilheyra engum og ekki hafa neitt við að vera og séu ekki í vinnu þá væru þeir mjög auðveld bráð glæpasamtaka sem gætu vélað þá og tekið undir sinn væng. Hann segir að þetta sé einmitt það sama sem gerist oft með unglinga sem eru utanveltu í skóla, lenda í neyslu þá séu það oft hópar eldri neytenda sem taki þeim opnum örmum. Það sé eins í þessu, þarna eru glæpasamtök sem taka slíka unga pilta opnum örmum og fá þeim verkefni og þá eru þeir farnir að tilheyra einhverjum.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila