Fjórar lögreglubifreiðar skemmdar eftir háskaakstur ungs ökumanns

Fjórar lögreglubifreiðar skemmdust eftir lögregla veitti ungum ökumanni eftirför í austurbörginni um kvöldmatarleytið í gær. Ofsaakstur mannsins hófst eftir að lögregla hugðist stöðva för hans þar sem bifreið hans var númerslaus, en maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók á brott á miklum hraða.
Fjórar lögreglubifreiðar veittu manninum eftirför, þar af ein bifreið sérsveitarinnar og óku að lokum í veg fyrir manninn í Mjóddinni og skemmdust lögreglubifreiðarnar talsvert.

Ökumaðurinn ungi var hins vegar fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðsl hans reyndust minniháttar og verður hann yfirheyrður síðar. Tvær af lögreglubifreiðunum eru óökuhæfar eftir ákeyrsluna og það sama á við um bíl unga mannsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila