Fjórða iðnbyltingin að undirlagi heimsvaldaafla

Innleiðing fjórðu iðnbyltingarinnar hefur verið á mikilli hraðferð að undanförnu. Í henni felst meðal annars aukin sjálfvirkni og notkun gervigreindar og vélmenna í meira mæli sem leysa fólk af hólmi í hinum ýmsu störfum. En í henni felst einnig margt fleira sem fólk ekki gerir sér grein fyrir, í henni flest nefnilega einnig takmörkun á frelsi, aukin vöktun með hegðun fólks og einnig tilburðir við að stýra hegðun manna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu G. Halldórsdóttur bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segir að um sé að ræða að verið sé að koma á breyttri heimsmynd, það sé meðal annars gert að undirlagi World Ecconomic Forum og hluti af því sé gert með lúmskum hætti með innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi og reyndar víða annars staðar birtist það svo í þeirri mynd að stofnuð séu samtök um samfélagslega ábyrgð sem í fyrstu líta út fyrir að hafa uppi göfug markmið en þau vinni í raun eftir heimsmarkmiðum SÞ. Í heimsmarkmiðunum megi finna nokkra góða punkta en fólk átti sig ekki á að þetta sé líka stjórntæki. Hún segir merkilegt að hugsa til þess að þegar ráðherrar hinu ólíku flokka séu allir sem einn að vinna að þessum markmiðum og flokkarnir séu allir komnir á þá línu þá séu flokkarnir ekki lengur svo ólíkir í raun.

Fá punkta fyrir hlýðni

Hún bendir á að stefna WEF sé sú að koma á samstarfi á milli einkageirans og hins opinbera. Hún segir að það sé einmitt það sem sé að gerast í dag og því séu margir stjórnmálamenn orðnir eins og nokkurs konar framlenging af einkageiranum. Þá sé reynt að koma því fyrirkomulagi á að fólk læri og sannfærist um að það eigi ekki að eiga neitt og eigi að vera ánægt með það hlutskipti sitt. Þetta megi sjá til dæmis með því að verið sé að hafa íbúðir af fólki og svo framvegis og þá sé stefnan sett á að eingöngu verði notast við greiðslukort þar sem fólk safnar punktum sem það fær eingöngu að vera hlýðnir borgarar og sýna af sér góða hegðun. Þannig sé reynt að stjórna fólki. Myndavélakerfi líkt og sett hafa verið upp í Kína þar sem fylgst er með hegðun fólks verða notuð til þess að vega og meta hegðun fólks og fær það svo punkta inn á kortin sín eftir því hvernig það hegðar sér og getur þá keypt vörur og þjónustu með punktunum.

Óttastjórnun beitt

Í dag sé hins vegar notuð óttastjórnun þar sem fólk er hrætt nógu mikið til þess að það hegði sér á ákveðinn hátt. Þetta sé til dæmis gert með því að segja fólki að hér sé að eiga sér stað hamfarahlýnun. Þá hafi Covid faraldurinn verið nýttur á sama hátt til dæmis til þess að halda fólki inni, takmarka fjölda þess ákveðnum stöðum sem og fá fólk til þess að óttast faraldurinn svo mjög að það hafi farið í sprautur og látið sprauta sig með efni sem ekki sé vitað um hvað innihaldi.

Hlusta má á þáttinn og nánari greiningu Ingu hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila