Starf UNESCO í menntamálum nær allt frá leikskóla til háskóla og fullorðinsfræðslu og það sem hún fæst við vekur flest upp jákvæðar tilfinningar hjá fólki. Þetta segir Guðni Olgeirsson sérfræðingur í Menntamálaráðuneytinu, en Guðni sem á einnig sæti í UNESCO nefndinni var gestur Valgerðar Snæland Jónsdóttur í Menntaspjallinu á Útvarpi Sögu.
Guðni segir markmið UNESCO menntunar vera að tryggja símenntun fyrir alla og aðstoða lönd með sérþekkingu í menntun. En UNESCO gegnir ekki aðeins mikilvægu hlutverki þegar kemur að menntun því Heimsminjaskráin er einnig á vegum UNESCO en hlutverk heimsminjaskrárinnar er að vernda sérstaklega þá staði sem eru á heimsminjaskrá og eru þeim þjóðum sem þeir tilheyra mikilvægir. T,d staðir eins og Akrapolishæð, ævagamlar borgir, skógur, eyðimörk og í raun hvað sem er sem telst hafa menningarlegt gildi og eða er einstakt á heimsvísu.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum á Heimsminjaskrá
Af stöðum hér á Íslandi hefur til dæmis Þjóðgarðurinn á Þingvöllum verið settur á Heimsminjaskrá UNESCO.
Áherslur og markmið UNESCO í menntamálum eru afar mikilvæg því að talið er að menntun sé meðal annars mjög áhrifarík leið til að berjast gegn fátækt og stuðla að friði og öryggi til langs tíma, lýðræði og réttlæti.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um UNESCO í spilaranum hér að neðan