Flokkur fólksins: Landsbankinn og TM – Peningastefna Seðlabankans ógnar landsmönnum

Það væri rétt af fjármálaráðherra að gera hlé á ferðalögum sínum til útlanda og gefa sér tíma til þess að setjast niður og fara yfir þau gögn sem fara þarf yfir í TM málinu með því fólki sem hafði samskipti sín á milli vegna kaupa Landsbankans á TM. Þetta segir Sigurjón Þórðarson varaþingmaður Flokks fólksins en hann var gestur Ingu Sæland í þætti Flokks fólksins.

Inga segir að það sem einkennt hafi helst málið sé að hver bendi á annan og þá sé það stórfurðulegt að verið sé að óska eftir staðgreiðslu upp á 28 milljarða króna fyrir TM og það þýði ekkert annað en að verið sé að auka peningamagn í umferð sem mun hafa bein áhrif á þennsluna og þar með verðbólguna.

Peningastefnan hér á landi er að ganga frá fólki

Í þættinum var einnig rætt um þá ákvörðun Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum og segir Sigurjón það vera alveg ljóst að heimilin sem og lítil fyrirtæki munu ekki ráða við ástandið verði það svona áfram til lengri tíma. Peningastefnan sem hér sé rekin gangi einfaldlega ekki upp og þegar nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz sé farinn að benda á að ástandið sé farið að bíta í skottið á sér og jafnvel valda verðbólgu sem hann hafi gild rök fyrir að þá haldi Seðlabankinn bara áfram í stað þess að slaka á vöxtunum. Það sem helst sé að ýta undir verðbólguna núna sé skortur á íbúðarhúsnæði.

Hlusta má á nýjustu tíðindin úr þinginu í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila