Fólk hætt að treysta stóru meginstraumsfjölmiðlunum

Ástæður þess að hlaðvörp og minni fjölmiðlar séu farnir að fá meira áhorf og hlustun er sú að fólk er hætt að treysta stóru meginstraumsfjölmiðlunum hér á landi. Þetta sé vegna framgöngu þeirra í fjölmörgum málum. Til að mynda vegna þess áróðurs sem stóru miðlarnir og þar á meðal RÚV básúnuðu án allrar gagnrýni, áróður frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna og WHO. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Frosta Logasonar fjölmiðlamanns og stofnanda Brotkast.is í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Frosti segir það þó ekki eina málið þar sem rekin hefur verið einsleitur áróður því það sama gildi til dæmis um Úkraínustríðið. Þar séu meginstraumsmiðlarnir á þeirri línu að skyndilega hafi Pútín fengið mikilmennskubrjálæði og þess vegna farið í stríðið þó sammleikurinn sé sá að stríðið sé aðeins stigmögnun átaka sem staðið hafi yfir í Úkraínu í áráraðir.

Það sem ekki er sagt er stóra fréttin

Hvað Covid áróðurinn varðar bendir Frosti á að þrátt fyrir að kostnaðurinn vegna aðgerða ríkisvaldsins í Covid sé mun hærri en þegar bankahrunið varð 2008 þá virðist enginn setja fram gagnrýni um kostnaðinn og enginn rannsóknarnefnd sett til að fara ofan í það sem gerist þar.

RUV fylgir rétttrúnaðinum

Hann segir gagnrýnisleysið bera vott um ákveðið hugleysi. Starfsmenn RÚV og annara meginstraumsmiðla þori ekki að fara ofan í mál sem fer gegn einhverri ríkjandi skoðun hverju sinni. Það sé afar mikilvægt að það sé gert og að sjálfsögðu hlutverk fjölmiðla.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila