Fólk stundum áttavilt í því hvernig á að tala við Guð

Fólk er stundum svolítið áttavillt í því hvernig það eigi að tala við Guð en það er ekki svo flókið eins og margir halda og þó það sé á einhverju undanhaldi að fólk fari með bænir í nútímanum þá er máttur bænarinnar alltaf til staðar. Þetta var meðal þess sem ram kom í máli Elínu Óskar óperusöngkonu og Magneu Sturludóttur forstöðumanns Boðunarkirkjunnar í Hafnarfirði en þær voru gestir í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Magnea segir að fólk haldi stundum að það þurfi að setja sig í einhverjar sérstakar stellingar til þess að tala við Guð og þurfi að vera mjög háfleygt en það er hinn mesti misskilningur. Hún segir að Guð vilji að við komum frammi fyrir honum líkt og lítil börn geri og tali til hans á alveg sama hátt. Margir komi til hennar og segi að þeir kunni ekki að biðja . Mestu skiptir að fólk komi frammi fyrir Guði í einlægni hjartans og í Guðs orði segir að sá sem kemur fram fyrir Guð verði að trúa því í einlægni að hann sé þarna til staðar til þess að taka á móti bænarefninu.

Kristninn boðskapur á undir högg að sækja

En í nútímanum hefur kirkjan og kristni átt undir högg að sækja og til að mynda er börnum ekki lengur heimilt að heimsækja kirkjur á skólatíma. Þær Magnea og Elín segja að þær taki vel eftir þessu því áður þá þekktu börnin til dæmis söguna og Örkina hans Nóa en í dag sé það svo að börn þekki ekki lengur þessar sögur, sögur sem engum séu skaðlegar á nokkurn hátt.

Bíblían á fullt erindi í dag

Það sé líka ýmislegt í biblíunni sem eigi vel erindi til dagsins í dag. Það eru til dæmis séu margir sem hafa ákveðinn boðskap fram að færa en verða fyrir útskúfun. Það sama mátti kristur þola þegar hann færði fram sinn boðskap. Kristur kom inn í samfélagið en honum var hafnað og var útskúfaður og að lokum krossfestur.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um boðskap biblíunnar í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila