Fordómar af hálfu vinstri manna að þeir telji það mannvonsku að ætlast til að flóttafólk dveljist í Rúanda

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Það lýsir fordómum af hálfu vinstri manna og Vesturlöndum sem vilja stilla sér upp sem betri einstaklingar en aðrir þegar þeir fara fram með yfirlýsingar um að það sé hrein mannvonska að ætla flóttamönnum sem sendir eru til Rúanda að dvelja þar á meðan mál þeirra séu til umfjöllunar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í þættinum Fréttir vikunnar í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Sigmundur sem er nýkominn frá Rúanda kynnti sér stöðuna þar í landi og segir að þar hafi orðið mikil uppygging undanfarin ár. Hann hafi meðal annars rætt við mann sem unnið hefur í þessum málaflokki þar í landi og þegar Sigmundur viðraði þá skoðun sína um fordóma vinstri manna í garð Rúanda hafi maðurinn sagt að hann væri ekki alveg sammála þeirri nálgun.

„hann sagði að þetta væri miklu heldur agenda, það að senda fólk til Rúanda hentaði einfaldlega ekki málstað þessa fólks og það vissi þó betur hvernig staðan sé í Rúanda, að þar væri tekið vel á móti fólki og passað upp á það, en það bara hentar ekki málsstað þessa fólks, það vill ekki fá aðrar lausnir en þá að allir komi til Evrópu vegna þess að það hjálpar þeirra málsstað að eigin mati og þess vegna ræðst það svona harkalega á hugmyndir um þá þjónustu sem við erum að bjóða eða í Rúanda eða önnur lönd, þetta fólk vill ekki lausnir heldur vill það viðhalda vandamálinu“segir Sigmundur.

Sigmundur segir heilmikið til í því sem maðurinn sagði honum en það sé þó hans skoðun að þarna blandist inn í fordómar á garð Rúanda.

Aðspurður um aðstæður í Rúanda segir Sigmundur að eftir miklar hremmingar á árum áður hafi þjóðin sameinast um að byggja landið upp og nú er Rúanda fyrirmyndaríki Afríku og er farið að tala um landið sem Singapúr Afríku. Þar sé til dæmis hæst hlutfall kvenna á þingi í heiminum eða 61%, landið státar einnig af því sem ég er ekki eins hrifinn af og það er að banna plastpoka, þetta hlýtur því að vera til marks um að Rúanda sé fyrirmyndaríki að mati Íslenskra þingmanna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila