Formaður Prestafélagsins í fullum rétti að tjá sig um málsmeðferðarreglur teymis Þjóðkirkjunnar

Séra Arnaldur Arnold Bárðarson formaður Prestafélags Íslands var í fullum rétti að tjá sig um málsmeðferðarreglur teymis Þjóðkirkjunnar í máli séra Gunnars Sigurjónssonar sóknarprests í Digraneskirkju þegar Arnold ræddi málsmeðferð teymisins í síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra í símatímanum í dag.Arnþrúður bendir á að svo virðist vera að sú aðferð að koma höggi á menn með ásökunum, sé vegferð sem sé farin, til þess að koma fólki frá og nú sé staðan sú að séra Gunnar hafi ekki verið við störf í um átta mánuði, viti enn lítið sem ekkert um meint sakarefni og ekki sé enn komin niðurstaða í málið.


Þá segir Arnþrúður að reynt sé að þagga málið niður á Biskupsstofu og þrátt fyrir marg ítrekaðar tilraunir Útvarps Sögu til þess að fá Pétur Markan ritara biskups til þess að ræða málið og fá útskýringar á því hvers vegna svo langan tíma taki að klára málið neiti ritarinn að tjá sig um það, Arnþrúður segir að staða málsins sé á ábyrgð biskups.

Arnþrúður segir að mál sem þessi séu mál sem eigi að ræða hvort sem mönnum líkar það betur eða ver og hvort sem það sé innan kirkjunnar eða annars staðar, þetta sé einfaldlega ekkert leyndarmál. hún segir kirkjuna vera opinbera stofnun að því leytinu til að hún þurfi að lúta reglum stjórnsýslunnar og lögum um opinbera starsmenn og réttindi þeirra og skyldur.

„þannig þetta er ekkert einkamál biskups sem getur skipað svo fyrir að menn séu settir af og vita jafnvel ekkert fyrir hvað þeir séu settir af, hver þeirra réttarstaða þeirra sé og hvernig sé sólundað með fjármuni þegar svona langur tími líður, menn eiga að fá úrslausn sinna mála á miklu skemmri tíma“

Arnþrúður segir að þegar málið hafi komið upp hefði einfaldlega átt að gefa prestinum tilhlýðandi andmælarétt og gefa honum tíma til þess að andmæla því sem á hann var borið, hins vegar hafi niðurstaðan verið sú að sérstakt teymi Þjóðkirkjunnar verið sett í það að rannsaka umkvörtunarefnin sem hafi verið í 50 liðum og 46 þeirra vísað frá og tók allan þennan tíma, þá sé óljóst eftir því hvaða lögum teymið sé að vinna.

Hvað varðar gagnrýni á séra Arnald formann Prestafélagsins segir Arnþrúður að hann hafi fyrst og fremst verið í fullum rétti að gagnrýna þann óratíma sem rannsóknin hafi tekið og efast um málsmeðferðina sem sé mjög mikilvægt mannréttindamál og eitt það algengasta sem Ísland hefur fengið ákúrur fyrir, frá Mannréttindadómstólnum, að hafa ekki virt.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila