Forsætisráðherra verður sendiherra velsældarverkefnis WHO

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið útnefnd sendiherra velsældarverkefnis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. Champion for the WHO Well-being Economy Initiative) til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Fram kemur í tilkynningu að markmið verkefnisins sé að styðja við verkefni sem bæta velferð samfélaga og tryggja heilbrigðari, sanngjarnari og farsælli framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hlutverk sendiherra verkefnisins er að verkja athygli á velsældaráherslum á alþjóðavísu og kynna fyrir ríkjum heims og alþjóðastofnunum þau tækifæri sem felast í velsældarhagkerfum.

Forsætisráðherra ræddi hlutverk sendiherra verkefnisins á fundi með Hans Kluge, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, á velsældarþinginu sem haldið var á vegum forsætisráðuneytisins í Hörpu í vikunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila