Forsetakosningarnar og úrslitin koma eflaust á óvart

Í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í dag var opnað fyrir símann og ræddu hlustendur um forsetakosningarnar og stjórnmálaástandið. Þá kom fram að fjölmargir væru fjarri hugsun um forsetakosningar og úrslitin yrðu sennilega allt öðruvísi en haldið er á lofti í dag. Frambjóðendur eiga eftir að fara víða og hitta kjósendur og kynna sig. Í þættinum veltu hlustendur meðal annars fyrir sér nýju ríkisstjórninni og þeim verkefnum sem verða á hennar borði á næstunni.

Meðal þeirra sem hringdu inn var Sigurjón í Reykjanesbæ og sagði Sigurjón að hann sé þeirrar skoðunar að eftir breytingarnar í ríkisstjórninni sé VG aðeins hækja innan ríkisstjórnarinnar. Þá undraðist Sigrjón þær árásir sem Bjarni Benediktsson hefur mátt þola að undanförnu og sagði Sigurjón að það virðist vera einhvers konar tíska að kenna Sjálfstæðisflokknum og Bjarna um allt sem miður hafi farið. Þá sagði Sigurjón að í viðtali í Kastljósi þar sem formenn stjórnarflokkanna þriggja voru til viðtals að þar hafi Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna verið eins og lítill kjölturakki sem hafi jánkað við öllu sem Bjarni og Sigurður Ingi sögðu. Segir Sigurjón þetta til marks um minnimáttarkennd vinstriflokkanna.

Undrast undirskriftir gegn Bjarna Benediktssyni

Þá hringdi Gústaf Níelsson og sagðist undrast undirskriftarsöfnunina sem nú er beint gegn Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Það virtist sem það væri alltaf hlutskipti formanns flokksins að sitja endalaust undir ágjöf af því einu saman að hann sé formaður Sjálfstæðisflokksins. Það sé enginn formaður stjórnmálaflokks sem hafi þurft að sitja undir slíku nema ef vera skyldi forveri hans.

Úrslitin eiga eftir að verða öðruvísi en nú er haldið fram

Í þættinum voru forsetakosningarnar einnig ræddar og segir Arnþrúður ljóst að línur eigi eftir að skýrast talvert og ýmislegt eftir að breytast þótt verið sé að reyna að búa til einhverja turna eins og staðan sé sögð vera. Fólk eigi eftir að gera upp hug sinn í stórum stíl og jafnvel séu enn frambjóðendur sem eigi eftir að koma fram sem gætu breytt þeirri mynd sem nú sé uppi. Það er langt í kjördag og forsetakosningar fjarri hugsum fjölmargra. Úrslitin eiga eftir að verða allt önnur en fólk heldur í dag, sagðist Arnþrúður telja

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila