Forsetakosningarnar snúast um hver hafi vinsælustu skoðanirnar

Forsetakosningarnar litast af því hvaða skoðanir frambjóðandi og stuðningmenn þeirra hafa og er verið að draga menn í ýmsa hópa. Núna virðist vanta talvert af virðingu fyrir frambjóðendum í þetta embætti, ólíkt því sem áður var. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sævars Þórs Jónssonar lögmanns í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sævar segir að hann hafi ekki sjálfur farið varhluta af því að vera stimplaður vegna þess hvaða frambjóðanda hann leggur stuðning sinn við. Sævar segir að þann frambjóðanda sem hann hyggst kjósa þekki hann vel og sá þekki vel til í stjórnmálafræðinni en viðkvæðið sé að það sé til fólk sem haldi því fram að afstaða Sævars hafi með samkynhneigð að gera sem sé þó alls ekki.

Kosningabaráttan hatrömm

Sævar segir þetta eitt dæmið um hvernig menn séu dregnir fram og aftur í dilka og honum finnst þessi kosningabarátta vera hatrömm einmitt vegna þess að nú litist þær af þessum nútímagildum þar sem horft sé á hvaða skoðanir fólk hefur, hvaða skoðanir eru vinsælastar og bestar hverju sinni.

Meiri virðing borin fyrir forsetaframbjóðendum áður fyrr

Arnþrúður benti á að í aðdraganda forsetakosninganna 1968 þegar Kristján Eldjárn hafi verið kjörinn hafi kosningabaráttan verið einnig mjög hatrömm. Meðal annars hefðu stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen verið grýttir með eggjum og mikil harka hefði verið á þeim tíma. Sævar segir að á þeim tíma, þó að kosningabaráttan hafi verið hatrömm, hafi menn samt borið ákveðna virðingu fyrir fólki en það virðist vera eins og slíkt sé á undanhaldi nú.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila