Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis og Þorgeir Örlygsson forseti Hæstaréttar,handhafar forsetavalds í fjarveru forseta munu fá fyrirhugaðar breytingar á raforkulögum í sínar hendur vegna samþykktar orkupakkans.
Þetta varð ljóst í dag þegar tilkynning barst frá skrifstofu forseta Íslands en þar kemur fram að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands muni vera erlendis á sama tíma þegar og ef orkupakkinn verður samþykktur sem miklar líkur eru taldar á.
Guðni verður í Varsjá í Póllandi Elísu Reid en þar taka þau ásamt fleiri þjóðhöfðingjum og fulltrúum ríkja þátt í athöfn til að minnast innrásar Þjóðverja í Pólland en sá atburður markaði upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari árið 1939.
Fram kemur í tilkynningu forseta að forseti muni birta sérstakt ávarp í tilefni þessara tímamóta á vef embættisins, forseti.is, sunnudaginn 1. september.