Forseti Kanadaþings hættir eftir nasistahneykslið með Zelenskí

Forseti neðri deildar Kanada, Anthony Rota, sagði af sér eftir að hafa leitt hyllingu þingsins með dúndrandi lófaklappi fyrir Yaroslav Hunka, fyrrverandi Waffen-SS manni, þegar Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu heimsótti þingið.

Þegar Zelenskí heimsótti Ottawa á föstudag og talaði fyrir þingheimi á Kanadaþingi, var Yaroslav Hunk – 98 ára gamall úkraínsk-kanadískur fyrrum hermaður í Waffen-SS Galizien deild nasista, hylltur af þingheimi með dúndrandi lofaklappi. Risu þingmenn úr sætum og hylltu nasistann.

Nasistinn kynntur sem stríðshetja

Forseti þingsins, Anthony Rota, kynnti nasistann og stríðsglæpamanninn Hunka sem „úkraínskri og kanadískri hetju“ og þakkaði honum fyrir frábæra þjónustu í seinni heimsstyrjöldinni (sjá myndskeið að neðan). Rota sá einnig til þess að hylling þingheims á nasistanum var gerð með tveimur allsherjar lófaklöppum og risu þingmenn úr sætum til að hylla þennan böðul sem einstaka stríðshetju Úkraínu og Kanada. Zelenskí og Trudeau voru með og klöppuðu heilshugar höndum.

Forseti þingsins segir af sér embætti

Forseti Kanadaþings, Anthony Rota, tilkynnir afsögn sína eftir að hafa kynnt grunaðan stríðsglæpamann, SS-nasista sem stríðshetju, sem þingmenn risu úr sætum og hylltu með löngu lófaklappi (mynd skjáskot BBC).

Eftir harða gagnrýni frá gyðingasamtökunum baðst forseti þingsins afsökunar á því sem gerðist og gaf sem skýringu „að hann hefði ekki haft einustu hugmynd um að Hunka væri nasisti.“ Núna tilkynnir Anthony Rota að hann segi af sér störfum fyrir þingið og sé „fullur iðrunar.“ BBC greinir frá afsögn þingforsetans sem sagði:

„Ég verð að segja af mér sem forseti þingsins. Ég endurtek að ég finn fyrir djúpri iðrun.“

Hér má sjá frásögn og myndskeið BBC með uppsögn þingforsetans.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila