Forsetinn hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna

Hlutverk forseta er samfélagslega mikilvægt og þjóðin hefur ekkert með forseta að gera sem ekki sýnir þinginu aðhald. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Stjórnsýsla Íslands með mínu augum í dag en þar ræddi Kristján Örn Elíasson við þá félaga Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson.

Halldór segir ekki rétt af núverandi forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni að hafa lýst því yfir fyrir kosningar að ætla ekki að nein afskipti af þinginu, með því væri forsetinn að fara gegn stjórnarskránni. Arngrímur segir forsetann hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að gæta þess að lög standist mannréttindaákvæði og stjórnarskrána, forsetinn sé þar allra mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að lagasetningunni.

„því hann á að fara yfir þau lög sem koma frá þinginu áður en hann undirritar þau og gera athugasemdir ef þau standast ekki mannréttindi“ segir Arngrímur.

Deila